Töfrasýning á þremur stöðum

Um helgina mun töframaðurinn Einar Mikael sýna eina mögnuðustu töfrasýningu sem farið hefur um landið á þremur stöðum á Suðurlandi.

Sýningin verður sett upp í dag, föstudag kl. 16 í Hvolnum á Hvolsvelli, laugardaginn 10. mars kl. 15 í Skátaheimilinu í Hveragerði og í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi sunnudaginn 11. mars kl. 15.

Sýningin er stútfull af áhrifamiklum töfrabrögðum og miklum húmor . Þetta er 70 mínútna löng fjölskylduvæn töfrasýning sem hefur að geyma allt það besta sem töframaðurinn Einar Mikael er búinn að vera að vinna að síðastliðin þrjú ár. Einar notar lifandi dýr í atriðunum sínum, lætur hluti svífa og breytir áhorfenda tímabundið í töframann.

Einar er einn allra færasti töframaður okkar Íslendinga um þessar mundir og er sýningin hans einstök og inniheldur nokkur atriði sem eru á heimsmælikvarða. Þetta er sýning sem enginn má látta fram hjá sér fara.

Kynnir verður enginn annar en Galdrakallinn í OZ!

Einar kom víða við í sumar og alls heimsótti hann tuttugu bæjarhátíðir þar sem hann var með sýningu og töfranámskeið. Töfranámskeið Einars er eitt vinsælasta námskeið sem hefur verið sett upp á Íslandi og hafa í kringum 2500 krakkar lært töfrabrögð á námskeiðunum.

Fyrri greinKirkjukórar syngja í Árnesi
Næsta greinNú geta allir borið fegurstu mottuna