Tísku- og ljósmyndasýning í rústum Eden

Hver man ekki eftir fimmtudagskvöldunum í Eden á árum áður þegar tískusýningar á vegum Karon tískusýningarhópsins voru haldnar fyrir troðfullu húsi.

Á veggjum voru listaverk eftir hina ýmsu listamenn og stemningin afar góð.

Nú er öldin önnur en Eden varð eldi að bráð fyrir rétt rúmu ári. En Hvergerðingar deyja ekki ráðalausir heldur hafa þeir nú blásið til sóknar og á laugardaginn kl. 16:30 verður tískusýning í Eden rústunum og ljósmyndasýning Fiann Paul á veggjabrotunum sem uppi standa.

Búið er að sjá til þess að stemningin verði í takt við aldingarðinn sem þarna var áður og er ætlunin að eiga skemmtilega og líflega stund.

Fyrri greinYfirvöld stöðva skipulag Mýrdalshrepps
Næsta greinTíu marka sigur Árborgar