Sunnlenska hljómsveitin Moskvít sendi frá sér nýtt lag síðastliðinn föstudag. Sveitin vinnur nú að gerð hljómplötunnar Superior Design og mun nýja lagið, I Was Younger, verða á þeirri plötu.
I Was Younger er tilfinningaþrungið lag sem fjallar um ferðina í gegnum lífið. „Margir hafa þann draum að sigra heiminn á yngri árum en á efri árum er veruleikinn annar. Þú minnkar heiminn þinn og ferð að einbeita þér af því hvað stendur þér næst. Þá finnurðu sannleika… Sannleikurinn er sá að þú tekur við af foreldrum þínum eignast maka, börn og verður ennþá partur heiminum,“ segja þeir Moskvítliðar í kynningu sinni á laginu.
Lagið er mixað og pródúserað hjá Dynur Recording Studio í Hveragerði og masterað hjá Skonrokk mastering.