Þorrablót og hagyrðingakvöld á Hestakránni

Mynd/Hestakráin

Laugardaginn 31. janúar kl. 19:00 verður haldið þorrablót og hagyrðingakvöld á Hestakránni á Húsatóftum á Skeiðum, þar sem landsþekktir hagyrðingar etja kappi.

Hagyrðingarnir Magnús Halldórsson frá Hvolsvelli, Helgi Björnsson frá Snartarstöðum ásamt Dagbjarti Dagbjartssyni og Þórdísi Sigurbjörnsdóttur frá Hrísum flytja gamansamar og beittar vísur sem setja tóninn fyrir sanna þorrablótsstemningu með hlátri, þjóðlegri gleði og góðum félagsskap.

„Við ætlum að bjóða upp á alvöru þorramat ásamt saltkjöti og hangikjöti fyrir þá sem það kjósa. Við bjóðum alla Sunnlendinga sem og aðra landsmenn velkomna á þennan viðburð sem hugsaður er til að gera þjóðlegum hefðum í mat og drykk ásamt kveðskap hátt undir höfði á þorra. Okkar langaði til að prófa að bjóða upp á þorrblót sem hentar mögulega minni hópum og einstaklingum sem vilja njóta þess að koma og borða þorramat með þjóðlegri upplifun í góðum félagsskap,“ segir Helga Margrét Friðriksdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hestakráarinnar, í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinLeiktímanum breytt vegna landsleiks í handbolta
Næsta greinUngmennahús opnar í Hveragerði