Þorlákshöfn með augum 80´s unglingsins

Ljósmynd/Hamingjan við hafið

Frú Ágústa Ragnarsdóttir, á C-götu 19, mun leiða gesti í sögugöngu í Þorlákshöfn í kvöld kl. 20:00. Lagt verður af stað frá Kiwanis húsinu við Óseyrarbraut.

Það var margt skemmtilegt sem fæddist þegar COVID einangrunin stóð sem hæst, þar á meðal sögupistlarnir um Þorlákshöfn frá frú Ágústu sem hún deildi með fólki í gegnum Facebook síðu sína.

Nú munu þessir pistlar lifna við þegar Ágústa gengur um gamla hluta bæjarins og segir frá uppruna þéttbýlisins með augum 80´s unglingsins þar sem hún fer með bæði staðreyndir og munnmæli.

Nýbúar í Þorlákshöfn eru sérstaklega hvattir til að koma og fá innsýn í sögu Þorlákshafnar, sagða á óhefðbundinn hátt.

Gangan er hluti af dagskrá bæjarhátíðarinnar Hamingjan við hafið, sem stendur yfir í allt sumar með viðburðum alla fimmtudaga og laugardaga.

Fyrri greinEkki ferð til fjár fyrir Ægi
Næsta greinEitthvað fyrir alla fjölskylduna