Þórey Hekla sigraði í söngkeppni NFSu

Þórey Hekla Ægisdóttir á sviðinu í Iðu í gær. Ljósmynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Þórey Hekla Ægisdóttir, frá Búðardal, sigraði í söngkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands en keppnin fór fram í Iðu í gærkvöld.

Þórey Hekla söng lagið It´s a Man´s World. Í öðru sæti varð Hvergerðingurinn Gígja Marín Þorsteinsdóttir með lagið Turning Tables og í þriðja sæti varð Kolbrún Katla Jónsdóttir frá Lyngholti í Flóahreppi með lagið I Have Nothing.

Sérstök verðlaun voru veitt fyrir sviðsframkomu og flott atriði, en það var Hermann Snorri Hoffritz sem hreppti þau með flutningi á frumsömdu lagi.

Alls tóku tíu atriði þátt í keppninni sem var hin glæsilegasta en söngkeppnin er langstærsti viðburður á vegum nemendafélagsins á hverri haustönn. Þema kvöldsins var Taktu flugið og var íþróttahúsið skreytt hátt og lágt í samræmi við það.

Fyrri greinÍslenska gámafélagið selt fyrri eigendum
Næsta greinKristinn Þór í landsliðinu í víðavangshlaupi