Þollóween hlaut menningarverðlaunin

Hluti Þollóween hópsins. Því miður áttu ekki allur hópurinn heimangengt og því vantar nokkra aðstandendur hátíðarinnar á myndina. Ljósmynd/Ölfus

Skammdegishátíðin Þollóween hlaut lista- og menningarverðlauna Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2021. Vegna samkomutakmarkana var ekki hægt að afhenda verðlaunin fyrr en nú í mars.

Tillögur til verðlaunanna voru teknar fyrir í bæjarráði í nóvember síðastliðnum og var einhugur hjá bæjarráði um það hver skyldi hljóta verðlaunin.

Í síðustu viku var boðað til samveru í Versölum þar sem handhafar verðlaunanna voru heiðraðir en í umsögn bæjarrás segir að þessar hugmyndaríku og flottu konur sem standa að baki hátíðinni séu virkilega vel að verðlaununum komnar.

Fyrri greinMannamót Markaðsstofa landshlutanna snúa aftur
Næsta greinAð búa við öryggi