Þjóðbúningamessa í Villingaholti

Næstkomandi sunnudag, þann 6. nóvember, verður þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju kl. 13:30. Villingaholtskirkja er 110 ára í ár.

Allir sem eiga þjóðbúning síns lands eru hvattir að koma í þeim til kirkju. Að lokinni messu verður messukaffi í Þjórsárveri, svokallað „Pálínuboð “, þar sem allir koma með veitingar með sér á kaffiborðið.

Prestur er sr. Gunnar Jóhannesson, organisti er Guðmundur Eiríksson og kór Hraungerðis og Villingaholtskirkna syngur.

Fyrri greinAð fá fyrir ferðina
Næsta greinByggðasafnið óskar eftir jólaskrauti