Þingvellir, friðun og fullveldi

Í gestastofunni á Þingvöllum. Ljósmynd/Magnús Elvar Jónsson

Á fullveldisdaginn, 1. desember, verður ókeypis inn á nýja sýningu í gestastofu þjóðgarðsins á Þingvöllum. Gestum gefst færi á að spyrja starfsfólk út í sýninguna og Þingvelli.

Klukkan 11 verða afhjúpuð fræðsluskilti á nýju sýningunni sem lýsa hvernig friðunarhugmyndir Þingvalla mótast um líkt leyti og Ísland verður fullvalda þjóð 1918.

Klukkan 14 er hátíðarguðsþjónusta í Þingvallakirkju og mun sr. Kristján Valur Ingólfsson þjóna fyrir altari.  Organisti er Guðmundur Vilhjálmsson.

Fyrri greinLítið skorað í Seljaskóla
Næsta greinMíla kaupir ljósleiðarakerfi í Fljótshlíð, Landeyjum og Hvolhreppi