Þekkir þú fólkið á myndunum?

Sumarið 1954, gróðurhús í Hveragerði. Garðyrkjustöðin í Fagrahvammi. Ung stúlka með afskorin blóm. Ljósmynd © Helga Fietz / Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Ljósmyndasafn Reykjavíkur birti í dag á Facebooksíðu sinni nokkrar stórkostlegar ljósmyndir úr myndasafni Helgu Fietz (1907-1958).

Fólkið á myndunum er allt ónafngreint og leita safnverðir nú að nánari upplýsingum um myndirnar. Hér fyrir neðan er hægt að smella á Facebookfærsluna og skrá síðan upplýsingar við hverja mynd, búi fólk yfir þeim.

Á myndavef safnsins er nú hægt að skoða yfir 440 myndir eftir Helgu, mestmegnis litmyndir, flestar teknar 1954.

Fyrri greinTónlistarskóli Árnesinga hlaut Menntaverðlaun Suðurlands 2022
Næsta greinGul viðvörun: Stormur og él