Tekur þetta á næsta stig

Bergsveinn Theodórsson, eða Bessi eins og hann er oft kallaður, fer fyrir sunnlenskri umboðsskrifstofu sem kallast Sonus.

Hann hefur fjöldann allan af trúbadorum, hljómsveitum, plötusnúðum og því um líkt á skrá. „Þó að listamaðurinn sem þú ert að leita að sé ekki tiltekinn sérstaklega inn á sonus.is, þá getum við útvegað hvern sem er,“ segir Bessi.

Þjónustan nær ekki einungis til þeirra sem skipuleggja opinbera viðburðir. „Ef það vantar partýspilara fyrir hópa í sumarbústað eða plötusnúð í afmælið þá hefur Sonus einhver ráð,“ segir Bessi.

Sonus stendur fyrir balli í Reiðhöll Guðmundar í Þorlákshöfn þann 13. október. „Það er svo annar póllinn í verkefnum hjá okkur. Reiðhallarballið er núna haldið í áttunda eða níunda skiptið og vonandi verður þetta ball einn af árlegum póstum í okkar starfssemi, enda gríðarlega vinsælt.“

Hann bendir hverjum þeim sem þarf á þjónustu Sonus að halda að hafa samband í gegnum heimasíðuna, sonus.is.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu