Teboð í Bókasafni Árborgar

Hápunktur vorsýningar Bókasafns Árborgar á Selfossi er teboð í anda Jane Austen á morgun, laugardaginn 19. maí kl. 14.

Teboðið er sérstaklega fyrir dömulegar konur í kjólum. Til að vera með þarf hver kona að koma með huggulegan tebolla, kökudisk og skeið og leggja á dúkað borðið helst fyrir laugardaginn.

Í boði verður tónlist, söngatriði, fyrirlestur um Jane Austen og veitingar. Þetta verður mjög dömulegur viðburður í Bókasafninu og herrarnir eru velkomnir líka og fá göfugan berjadrykk.

Sæti eru takmörkuð og því mikilvægt að koma með tebolla og panta þarmeð sæti á þennan huggulega viðburð.

Dömurnar í Sjafnarblómum aðstoða með skreytingar hvers konar.