Sýslumaðurinn fjallar um kálplöntur

Í aprílmánuði halda Mýrdælingar ýmsar uppákomur undir nafninu Vor í Vík. Í dag kl. 17 mun sýslumaðurinn fjalla um kálræktun.

Anna Birna Þráinsdóttir, garðyrkjufræðingur og sýslumaður með meiru, fræðir gesti um ræktun á kálplöntum í Víkurskóla kl. 17.

Auk þess mun Anna Birna koma inn á býflugnaræktun og fleira sem tengist garðrækt.

Fyrri greinSuðurtak bauð langlægst í hringtorg
Næsta greinGóðir gestir í Gunnarsholti