Sýningarstjóraspjall í Listasafninu

Sýningin Nautn og notagildi, myndlist og hönnun á Íslandi í Listasafni Árnesinga hefur spurst vel út og verið vinsæl í sumar.

Í dag verður boðið upp á sýningarstjóraspjall með Önnu Jóa kl. 15 en hún er önnur tveggja sýningarstjóra.

Anna mun ræða um sýninguna við gesti og svara þeim spurningum sem vakna.

Nánari upplýsingar á heimasíðu safnsins www.listasafnarnesinga.is