Sýningarspjall í Listasafninu

Rithöfundurinn Sigurbjörg Þrastardóttir ræðir við gesti Listasafns Árnesinga um samstarf hennar og pólska ljósmyndarans Agnieszku Rayss kl. 16 í dag, föstudag.

„En stundum gerist hið óvænta – og þá þarf maður að éta ofan í sig alla veraldarinnar fordóma og fyrirfram ákveðnar hugmyndir – í hrautstlegu roki á maður leið fram hjá fossi sem streymir ekki niður heldur upp!“ ritar Sigurbjörg í kjölfar ferðalags um Ísland með Agnieszku frá Póllandi. Á ferðalaginu skrásettu þær hvor á sinn hátt ýmsar birtingamyndir vatnsins.

Afraksturinn má sjá og heyra á sýningunni IS(not) Þar er einnig afrakstur fjögurra annarra pólskra ljósmyndara sem ferðuðust um Ísland á síðasta ári, hver um sig með íslenskum rithöfundi.

Í safninu er einnig sýningin Úr kössum og koffortum þar sem líta má myndir frá Héraðsskjalasafninu sem eiga það sammerkt að vera teknar í Hveragerði og nágrenni á tímabilinu 1930 til 1980.

Meiri upplýsingar má finna á heimasíðunni www.listasafnarnesinga.is.

Safnið er opið um páskana eins og venjulega fimmtudaga – sunnudaga kl. 12 – 18. Það er því lokað mánudaginn annan í páskum.

Fyrri greinVarað við vatnavöxtum undir Eyjafjallajökli
Næsta greinVeggteppi og klæðið fljúgandi