Sýningaropnun í Tryggvaskála

Í tilefni af opnun veitingareksturs í Tryggvaskála á Selfossi hefur verið sett upp sýning í veislusal hússins þar sem saga Ölfusárbrúar og Tryggvaskála er meðal annars rakin.

Sýningin er samsett úr hluta af Brúarsýningunni frá árinu 1991 og hluta úr „Flóð í Ölfusá“ sem sýnd var árið 2008. Báðar þessar sýningar voru sýndar í Tryggvaskála og því hluti af merkri sögu hússins.

Sýningin opnaði sl. föstudag og verður opinn fram eftir ágúst á opnunartíma veitingastaðarins og kaffihússins sem eru nú í rekstri í húsinu.

Það var Gunnar Sigurgeirsson sem setti upp sýninguna í samstarfi við Lýð Pálsson hjá Byggðasafni Árnesinga og rekstraraðila Tryggvaskála en auk þeirra kom Hildur Hákonardóttir að verkefninu en hún setti upp brúarsýninguna árið 1991.

Fyrri greinÞrír kærðir fyrir ölvun á almannafæri
Næsta greinEinstök upplifun á jöklinum