Sýningaropnun í bókasafninu

Í dag, sunnudaginn 5. júlí, verður opnuð málverkasýning í bókasafninu í Hveragerði þar sem tíu félagar úr Myndlistarfélagi Árnessýslu munu sýna verk sín.

Þeir sem sýna eru Gunnar Karl Gränz, Gústav Þór Stolzenwald, Helga S. Aminoff Ingimundardóttir, Maria Irena Martin, Norma Elísabet Samúelsdóttir, Pjetur Hafstein Lárusson, Sólrún Björk Ben, Sólveig Friðrikka Lúðvíksdóttir, Unnur Pálsdóttir og Þorbjörg Sigurðardóttir.

Sýnd verða hátt í 30 fjölbreytt verk sem unnin eru með margs konar tækni.

Formleg opnun sýningarinnar verður kl. 14:00 til kl. 16:00.

Smásveitin „Köttur í vanskilum“ mun fremja þjóðræna ljóðrænu og það verður heitt á könnunni. Allir eru velkomnir að koma og taka þátt í opnunarhátíð sýningar Myndlistarfélagsins.

Sýningin verður síðan opin á opnunartíma bókasafnsins, mánudaga kl. 11-18.30, þriðjudaga-föstudaga kl. 13-18.30 og laugardaga kl. 11-14.

Fyrri greinSelfoss á meðal hundrað bestu í Evrópu
Næsta grein93 fengu styrki