Sýningarlok í Listasafninu

Nú er komið að lokum fjölsóttustu sýningar hingað til í Listasfni Árnesinga. Kl. 15 í dag geta gestir spjallað við sýningarstjórann, Einar Garibaldi.

Á sýningunni „Myndin af Þingvöllum“ er gerð tilraun til þess að veita yfirsýn á þær fjölbreyttu birtingarmyndir sem Þingvellir hafa í íslenskri myndlist sem og hönnun, kortagerð, ljósmyndun, ferðabókum og fjölmiðlun samtímans.

Listasafn Árnesinga í Hveragerði býður alla velkomna þar sem einn þekktasti staður sýslunnar er til skoðunar og tækifæri gefst að ræða við sýningarstjórann og fræðast betur um sýninguna.

Aðgangur ókeypis.

Fyrri greinAnnar tapleikurinn í röð hjá Hamri
Næsta greinMakríllinn skapar líf í Þorlákshöfn