Sýning Unnar út september

Tré og list Forsæti Flóahreppi, vekur athygli á því að útskurðarsýning Unnar Guðmundsdóttur frá Túni mun standa út septembermánuð.

Jafnframt er vakin athygli á því að vinningshafi úr happadrætti sem fram fór á bútasaumssýningu Sigríðar Jóhannesdóttur, Bjart er yfir bútunum, síðasta sumar er Sigurlaug Sigurjónsdóttir, Grænumörk. Hlaut hún að launum bútasaumsteppi eftir Sigríði.

Sjá nánar á heimasíðu Tré og list, http://www.treoglist.is

Fyrri greinLeitin að gullinu
Næsta greinVetrarstarfið að hefjast