Sýna fjórða árið í röð

Ljósmyndaklúbburinn 860+ heldur útiljósmyndasýningu fjórða árið í röð í miðbæ Hvolsvallar. Sýningin var sett upp í gær og mun standa í allt sumar.

Gestir og gangandi eru hvattir til að staldra þar við en að þessu sinni eru um tuttugu klúbbmeðlimir með myndir á sýningunni sem er tileinkuð 80 ára afmæli Hvolsvallar.

Klúbburinn 860+ samanstendur af áhugaljósmyndurum í Rangárþingi eystra og nágrenni.

Fyrri greinOlíu stolið í Þorlákshöfn
Næsta greinStokkseyringar fengu skell í túnfæti forsetans