Suðurlandsdjazzinn heldur áfram að duna við Tryggvaskála á Selfossi en næstkomandi laugardag er það enginn annar en Selfyssingurinn Dan Cassidy sem kemur fram með swing-tíóið sitt.
Með Dan leika Gunnar Hilmarsson á gítar, Leifur Gunnarsson á kontrabassa, sérstakir gestir verða söngkonan Eva Cassidy og fiðluleikarinn Hugrún Birna.
Fólk er hvatt til þess að skella sér í betri fötin og strunsa í Skálann en samkvæmt áræðanlegum heimildum sunnlenska.is verður vertinn með tvær nýjar sortir af kökum af þessu tilefni.
Frítt er að vanda á Suðurlandsdjazzinn sem hefst kl. 15:00 í boði CCEP, Tryggvaskála, SASS og Sub ehf.

