Hljómsveitin Skítamórall fagnaði 35 ára afmæli með tvennum tónleikum en þeir síðari voru í Háskólabíói síðastliðinn föstudag.
Strákarnir sýndu þar og sönnuðu af hverju af hverju þeir hafa verið kallaðir “Konungar sveitaballanna” og hvers vegna hlustendur útvarpsstöðvarinnar FM957 titluðu þá ár eftir ár “Besta á balli” á hlustendaverðlaunum stöðvarinnar. Í lagi númer tvö á prógramminu var salurinn staðinn upp og hann settist varla eftir það.
Sérstakir gestir á tónleikunum voru Beggi í Sóldögg, Viktor rót og Patr!k Atlason og gerðu þeir allt vitlaust. Sjá má stemninguna úr salnum á myndum Mumma Lú hér að neðan.
Næstu tónleikar strákanna eru “heima” á Selfossi en þeir verða á Sviðinu um hvítasunnuhelgina, þriðja árið í röð.
















