Sviðsstjóri Íslands gerði allt vitlaust

Gunni og Hebbi í feiknastuði á sviðinu í Háskólabíói. Ljósmynd/Mummi Lú

Hljómsveitin Skítamórall fagnaði 35 ára afmæli með tvennum tónleikum en þeir síðari voru í Háskólabíói síðastliðinn föstudag.

Strákarnir sýndu þar og sönnuðu af hverju af hverju þeir hafa verið kallaðir “Konungar sveitaballanna” og hvers vegna hlustendur útvarpsstöðvarinnar FM957 titluðu þá ár eftir ár “Besta á balli” á hlustendaverðlaunum stöðvarinnar. Í lagi númer tvö á prógramminu var salurinn staðinn upp og hann settist varla eftir það.

Sérstakir gestir á tónleikunum voru Beggi í Sóldögg, Viktor rót og Patr!k Atlason og gerðu þeir allt vitlaust. Sjá má stemninguna úr salnum á myndum Mumma Lú hér að neðan.

Næstu tónleikar strákanna eru “heima” á Selfossi en þeir verða á Sviðinu um hvítasunnuhelgina, þriðja árið í röð.

Það var frábær stemning í salnum eftir tónleikana. Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Allt ætlaði um koll að keyra undir lokin þegar Patr!k “PBT” Atlason hljóp fram á sviðið í lagið “Ennþá”. Það á sér um það bil 20 ára forsögu því í janúar 2004 söng hann þetta lag í Morgunsjónvarpi Stöðvar 2 þá aðeins 10 ára gamall. Rúmum 20 árum síðan deildi þessi skærasta poppstjarna samtímans í dag sviðinu með Skítamóral. Ljósmynd/Mummi Lú
Salurinn gat ekki á sér setið stærstan hluta tónleikanna. Ljósmynd/Mummi Lú
Addi Fannar komst á flug. Ljósmynd/Mummi Lú
Kristján Gíslason, annar bakradda tónleikanna, steig fram og hann og Gunnar tóku Birtu eða Angel, framlag Íslands í Eurovision árið 2001 en það hafa þeir félagar ekki gert saman á sviði síðan þá. Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Viktor “Rót” Hólm Jónmundarson, sviðstjóri, steig fram og söng hinn goðsagnakennda slagara “Þegar ykkur langar” en lagið var felulag á vinsælustu plötu hljómsveitarinnar “Nákvæmlega” sem kom út vorið 1998. Ljósmynd/Mummi Lú
Viktor hóf feril sinn með Skítamóralsstrákunum en í dag er hann eftirsóttasti sviðstjórinn í bransansum og varla að Bubbi Morthens fari út í Hagkaup án þess að taka Viktor með. Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Töfrandi stemning í salnum. Ljósmynd/Mummi Lú
Hanni Bach fór fimum höndum um trommusettið. Ljósmynd/Mummi Lú
Gunnar II. Ljósmynd/Mummi Lú
Hebbi í ham á bassanum. Ljósmynd/Mummi Lú
Beggi í Sóldögg tók meðal annars Sóldaggarlagið “Svört Sól” en Gunnar II eða Gunnar Þór Jónsson í Skítamóral spilar með Skítamóral á láni frá Sóldögg og hefur gert undanfarin í 15 ár. Ljósmynd/Mummi Lú
Bílaumboðið Hekla heiðraði piltana fyrir samstarf sem sveitin átti við umboðið og VW Golf um aldamótin og stillti upp nýjum Volkswagen bílum fyrir framan innganginn með SKÍMÓ einkanúmerunum sem urðu heimsfræg á Íslandi á gullárum sveitarinnar. Vakti það mikla athygli og kátínu gesta. Ljósmynd/Mummi Lú
Fyrri greinHamar vann oddaleikinn
Næsta greinGarðlist bauð lægst í sláttinn við ströndina