Súpurölt í kvöld

Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli verður haldin um helgina og einn af föstum liðum hátíðarinnar er súpuröltið í kvöld, föstudagskvöld.

Þá hafa nokkrir íbúar á Hvolsvelli tekið sig til og boðið til súpu. Þessi dagskrárliður hefur sett mikinn svip á kjötsúpuhátíðina og verður æ vinsælli.

Eins og í fyrra verða súpustaðir vel auglýstir svo enginn ætti að missa af gómsætu súpusmakki.

Fyrri greinSaga kvennaknattspyrnunnar á Selfossi – III
Næsta greinFjalla Eyvindur í Gamla-bankanum á Selfossi