Sunnlenskar raddir syngja í fjarbúð

Kórinn Sunnlenskar raddir hefur líkt og aðrir kórar þurft að taka hlé frá æfingum þetta misserið. Ástæðuna þekkja allir!

Félagarnir ákváðu þó að prófa að taka upp eitt lag í fjarbúð og afraksturinn má sjá á meðfylgjandi myndbandi.

Skilaboð Sunnlenskra radda eru til allra að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Gangi okkur öllum vel að kljást við óværuna sem herjar á landsbyggðina.

Lagið er Hverjum degi nægir sín þjáning, lag og ljóð eftir Ásgeir Aðalsteinsson og Valdimar Guðmundsson.

Stjórnandi Sunnlenskra radda er Stefán Þorleifsson.

Fyrri greinSkrifað undir samning um breikkun Suðurlandsvegar
Næsta greinHvergerðingar ráða grjótharðan garðyrkjufulltrúa