Sunnlenskar raddir syngja í fjarbúð

Kórinn Sunnlenskar raddir hefur líkt og aðrir kórar þurft að taka hlé frá æfingum þetta misserið. Ástæðuna þekkja allir!

Félagarnir ákváðu þó að prófa að taka upp eitt lag í fjarbúð og afraksturinn má sjá á meðfylgjandi myndbandi.

Skilaboð Sunnlenskra radda eru til allra að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Gangi okkur öllum vel að kljást við óværuna sem herjar á landsbyggðina.

Lagið er Hverjum degi nægir sín þjáning, lag og ljóð eftir Ásgeir Aðalsteinsson og Valdimar Guðmundsson.

Stjórnandi Sunnlenskra radda er Stefán Þorleifsson.