Sunnlensk heimsókn á Gljúfrastein

Jazzsöngkonan Kristjana Stefánsdóttir og Tómas Jónsson píanisti koma saman á Gljúfrasteini næstkomandi sunnudag, þann 21. ágúst.

Efnisskráin verður fjölbreytt og munu þau leika af fingrum fram, jazz standarda að hætti hússins auk þess sem að önnur óvænt dramatík og fegurð slæðist með.

Aðgangseyrir er 3.500 kr. og miðasala fer fram í móttöku safnsins fyrir tónleika. Gestum er bent á að næg bílastæði eru við Jónstótt.

Það verður því sunnlensk heimsókn á Gljúfrastein næstkomandi sunnudag. Kristjönu og Tómas þarf vart að kynna fyrir Sunnlendingum. Kristjana, sem er fædd og uppalin á Selfossi hefur verið leiðandi tónlistarkona í íslenskri jazztónlist um árabil og Tómas, sem er búsettur í Þorlákshöfn, hefur verið fyrirferðamikill og virkur í íslensku tónlistarlífi um árabil bæði á sviði og í hljóðverum.

Fyrri greinRagnarsmótið rúllar af stað í 34. skipti
Næsta greinLeynast grænir frumkvöðlar framtíðar í þínum skóla?