Sumarlandið áfram á toppnum

Viðtalsbók Guðmundar Kristinssonar við framliðna, Sumarlandið, er áfram mest seldi titillinn í Sunnlenska bókakaffinu.

Sunnlenskir höfundar raða sér í efstu sætin. Sagan af Þuríði formanni eftir Brynjólf Jónsson kemur ný inn í 2. sætið og þar fyrir neðan er skáldsagan Trúður eftir Sigurð Fannar Guðmundsson sem kemur aftur inn á listann.

Sigurðar saga fóts eftir Bjarna Harðarson hækkar um eitt sæti og er í 4. sæti en í 5. sæti situr Arnaldur Indriðasons með Furðustrandir.

Listinn er byggður á sölu dagana 1.-7. desember.

Fyrri greinHeimasóttkví aflétt um áramótin
Næsta greinVeruleg skerðing frá Jöfnunarsjóði