Sumarblót Hrútavina í kvöld

Sumarblót Hrútavinafélagsins Örvars verður haldið í Íþróttahúsinu á Stokkseyri í kvöld, sunnudagskvöld kl. 19:00.

Á borðum verða steikt lamba- og hrútslæri með öllu tilheyrandi.

Dagskrá:
Hagyrðingaþáttur frá Skagfirðingnum Kristjáni Runólfssyni í Hveragerði,
Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson flytur Stokkseyringabrag að sínum hætti,
Krossgátueinvígi; Bjarkars Snorrasonar, Stokkseyri og Hafþórs Gestssonar, Eyrarbakka takast á. Höfundur gátunnar er Hafliði Magnússon frá Bíldudal sem býr á Selfossi.
Málverka-bingó og spilað um glæsilegt málverk Elfars Guðna Þórðarsonar, listmálara á Stokkseyri.
5. tölublaði “Séð og jarmað” fagnað – Glæsilegar myndir úr samfélaginu fyrr og nú.

Verð aðeins kr. 2.500 – Bingóspjöldin seld sérstaklega
Kl. 21:00 til 22:00 verða harmonikutónleikar í Íþróttahúsinu í boði Menningarnefndar Árborgar og lýkur þar með Vori í Árborg 2011.

Fyrri greinVortónleikar Kórs FSu
Næsta greinÍ 3. sæti í sinni fyrstu keppni