Suðurlandsdjazzinn dunar

Suðurlandsdjazzinn heldur áfram um helgina í Tryggvaskála á Selfossi og Skyrgerðinni í Hveragerði.

Um helgina kemur fram á laugardaginn í Tryggvaskála stórsöngkonan og fiðluleikarinn Unnur Birna ásamt Vigni Þór Stefánssyni á píanó og Sigurgeiri Skafta Flosasyni á bassa. Þau munu taka allmörg þekkt dægurlög, lög úr amerísku söngbókinni, fiðlukonsert og sitthvað fleira.

Á sunnudeginum kemur fram Gypsy djazz trio í Skyrgerðinni en það er leitt af kontrabassaleikaranum Leifi Gunnarsyni ásamt þeim Gunnari Hilmarssyni og Jóhanni Guðmundssyni en þeir leika á gítar. Þeir leika sígaunatónlist í hæsta gæðaflokki.

Báðir tónleikarnir byrja kl. 15:00 og tónleikaröðin er styrkt af SASS.

Fyrri greinÆtlaði að verða búðarkona
Næsta greinHamarshöggin dundu síðasta hálftímann