Suðurlandsdjazz um versló

Ljósmynd/Aðsend

Um verslunarmannahelgina heldur Suðurlandsdjazzinn áfram, bæði við Tryggvaskála á Selfossi og í Skyrgerðina í Hveragerði.

Tónleikaröðin hefur farið af stað framar vonum og nú þegar besta veðrið um verslunarmannahelgina verður hér á Suðurlandi er tilvalið að skella sér á tónleika og njóta veitinga, drykkja og ljúfra tóna.

Tónleikarnir við Tryggvaskála hefjast klukkan 15 á laugardag og er frítt á þá. Þar koma fram Unnur Birna & Björn Thoroddsen ásamt þeim Skúla Gíslasyni trommuleikara og Sigurgeiri Skafta bassaleikara. Þau hafa spilað víðsvegar um landið við gríðargóðan undirtektir og spila hina ýmsu stíla.

Á sunnudaginn verða þau Björn, Unnur Birna og Sigurgeir Skafti einnig fyrir utan Skyrgerðina í blíðskaparveðri.

Tónleikaröðin er styrkt af SASS en það er Menningarfélag Suðurlands sem stendur fyrir henni.

Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinSumar á Selfossi frestað
Næsta greinSelfoss sígur niður töfluna