Suðurlandsdjazz í Skálanum alla laugardaga

Kristjana Stefáns.

Menningarfélag Suðurlands og Tryggvaskaskáli standa fyrir djazzveizlu í Tryggvaskála alla laugardaga í sumar.

Fyrst stígur á stokk djassdrottningin frá Selfossi, Kristjana Stefánsdóttir ásamt Vigni Þór Stefánssyni á píanó og Sigurgeiri Skafta á bassa.

Ekki þarf að fjölyrða um hæfileika og afrek Kristjönu en allir eru hvattir til að koma í Skálann og sjá og heyra laugardaginn 10. júlí klukkan 15:00.

Vertinn mun töfra fram veitingar og drykki einsog honum einum er lagið. Ókeypis aðgangur er á tónleikana en tónleikaröðin er styrkt af SASS.

Fyrri greinRuslapoki með beinaleifum fannst í Kömbunum
Næsta greinSegir athugasemdir ráðuneytisins vekja mikla furðu