Suðurlandsdjazz byrjar að duna

Sigurður Flosason og Skuggakvartettinn.

Það verður mikið um dýrðir þegar hr. Sigurður Flosason mætir með Skuggakvartettinn sinn í Tryggvaskála laugardaginn 22. júní næstkomandi klukkan 15 á fyrstu tónleika Suðurlandsdjazz 2024.

Kvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar hefur um langt árabil fengist við tónlist á mörkum jazz, blues og soul. Auk Sigurðar skipa kvartettinn Hammond-orgel goðsögnin Þórir Baldurson, gítarhetjan Andés Þór Gunnlaugsson og trommutröllið Einar Scheving.

Kvartettinn hefur á síðastliðnum áratug getið sér gott orð fyrir magnaða stemmningu og stjórnlausan fíling á jazz-blús landamærunum. Hér er um að ræða kvartett nokkurra af þekktari jazztónlistarmönnum þjóðarinnar, kvartett margra kynslóða sem leikur við hvurn sinn fingur, þrátt fyrir rúmlega 30 ára aldursbil, sem einn maður.

Viðurðurinn er gerður gerlegur með framlögum SASS, CCEP, Sub ehf og Tryggvaskála.

Fyrri greinUpp á Ingólfsfjall – Jónsmessuganga
Næsta greinÁrborg endurhannar Sigtúnsgarð