Suðurlandsdjazz á pallinum við Hótel Selfoss

Guðlaug Ólafsdóttir.

Tvennir útitónleikar verða á pallinum við Hótel Selfoss um næstu helgi undir yfirskriftinni Suðurlandsdjazz.

Á föstudag kl. 16 mun Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir stíga á stokk. Guðlaug er ein okkar ástsælasta söngkona, komin af söngfólki í fjóra ættliði aftur, frá Vestmanneyjum og er einnig af hinu fræga Glórukyni.

Klukkan 15 á laugardag kemur fiðlu- og söngsnillingurinn Unnur Birna Björnsdóttir fram á Suðurlandsdjazzi. Unnur hefur komið víða við á sínum tónlistarferli og spilað með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum, í leiksýningum og hvaðeina. Hefur hún spilað í mörgum senum t.a.m. með Karlakórnum Fjallabræðrum, stórrokksveitunum Mánum og Jethro Tull með Birni Thoroddsen og mörgum öðrum.

Með Guðlaugu og Unni Birnu leika þeir Vignir Þór Stefánsson á píanó og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa.

Frítt er inn á báða tónleikana í boði Sub ehf, Hótel Selfoss og SASS og hægt verður að panta veitingar og drykki út á pall.

Fyrri greinMarkalaust í Laugardalnum
Næsta greinDagur íslenska fjárhundsins