Styttan af Páli afhjúpuð við Þuríðarbúð

Í dag eru 120 ár síðan tónskáldið og organistinn Páll Ísólfsson fæddist á Stokkseyri. Þess verður minnst með dagskrá á Stokkseyri í dag.

Í síðustu viku var styttan af Páli sem staðsett var við Ísólfsskála á Stokkseyri flutt af starfsmönnum sveitarfélagsins og JÁverks á nýjan stað við Þuríðarbúð. Þar verður styttan afhjúpuð formlega kl. 15 í dag. Að því loknu geta gestir fengið sér kaffisopa í Lista- og menningarverstöðinni hjá Elfari Guðna áður en tónleikar hefjast í Stokkseyrarkirkju kl. 16:00.

Á tónleikunum mun Kristjana Stefáns ásamt kvartett spila allar helstu perlur Páls og má búast við flottum tónleikum. Frítt er á tónleikana í boði sveitarfélagsins en þeir eru hluti af menningarmánuðinum október.

Kl. 14.00 á sunnudag verður svo guðþjónusta í Stokkseyrarkirkju tileinkuð Páli Ísólfssyni

Fyrri greinBasti skellti í lás
Næsta greinKattasamsæri til styrktar Kattholti