Stuð á Stokkseyrarbryggju

Frá Bryggjuhátíðinni í fyrrasumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það verður mikið um að vera á Stokkseyri um helgina en Bryggjuhátíðin var sett þar í gærkvöldi.

Dagskrá hátíðarinnar heldur áfram í dag þar sem Leikhópurinn Lotta mun meðal annars skemmta kl. 11 og kl. 14 verður söguferð um Stokkseyri með Tóta. Ljósmyndasýning er í BrimRót og að vanda er opið í sundlauginni, Heiðarblóma, Veiðisafninu, Gallerí Gimli og Svartakletti. Þá verður Knarraróssviti opinn eftir hádegi, boðið upp á frisbígolfmót og hestar teymdir undir börnum svo fátt eitt sé nefnt.

Á morgun verða fyrrnefndir staðir opnir auk þess sem Kira Kira mun bjóða upp á tónlistarinnsetningu í Knarraróssvita milli 14 og 16.

Fyrri greinÓútskýrðar drunur á Suðurlandi
Næsta greinDrunurnar líklega af völdum loftsteins yfir Þingvöllum