Stuð á jólaballi Lions

Jólaball Lions sem haldið var á Hótel Örk á annan dag jóla tókst í alla staði afar vel og sóttu það yfir 250 manns.

Kristinn G. Kristjánsson setti saman hljómsveit og Eyjólfur Harðarson var forsöngvari og tókst vel upp og keyrði upp kátínuna og stuðið hjá krökkunum sem dönsuðu kring um jólatréð.

Hurðaskellir og Kertasníkir komu á svæðið og gáfu börnunum gjafir. Boðið var upp á veitingar og í lokin fengu allir krakkarnir jólalitabók og liti.

Fyrri greinÓfærð á Suðurlandsvegi
Næsta greinFramlag skerðist um tugi milljóna