Stríðsárin í Laugabúð

Laugabúð á Eyrarbakka tekur þátt í hátíðinni Vor í Árborg þetta árið eins og undanfarin ár.

Kl. 15 á sumardaginn fyrsta mun góður gestur koma í heimsókn í bókadeild Laugabúðar í kjallaranum á Sjónarhóli, Eyrargötu 46 á Eyrarbakka.

Verðlaunarithöfundurinn Páll Baldvin Baldvinsson mun þá fjalla um stríðsárin og bók sína Stríðsárin 1938–1945, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda og ekki síst almennings.

Allir velkomnir.

Fyrri greinSkemmtilegur þrautaleikur á sumardaginn fyrsta
Næsta greinCris til Stólanna og Erlendur í Þór