Stórtónleikar í Vallaskóla í kvöld

Í tilefni af 20 ára afmæli Sveitarfélagsins Árborgar er býður sveitarfélagið á stórtónleika í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld, síðasta vetrardag, við upphaf menningarhátíðarinnar Vor í Árborg.

Húsið opnar kl 19:00, tónleikar hefjast kl. 20:00 og er aðgangur ókeypis en um sitjandi tónleika er að ræða.

Þar mun koma fram rjóminn af því tónlistarfólki sem Sveitarfélagið Árborg hefur alið af sér. Um er ræða einstakt kvöld með sögum, söng og myndum af poppurum fyrri tíma og til dagsins í dag.

Léttleikinn mun ráða ríkjum en fram koma m.a Labbi í Glóru, Kristjana Stefáns, Hjördís Geirs ásamt stórsveit Öðlinga, Ingó Veðurguð, Skítamórall, Karitas Harpa, Valgeir Guðjóns, Magnús Kjartan, karlakór Selfoss, Jórukórinn ofl. ofl. en um tuttugu söngvarar koma fram á tónleikunum auka kóra.

Það ætti því engin að láta þessa frábæru skemmtun framhjá sér fara. Léttar veitingar verða til sölu á staðnum og má búast við góðu kvöldi við lok vetrar.

Fyrri greinSS styrkir knattspyrnuna á Selfossi
Næsta greinGleðilegt sumar!