Stórtónleikar í Hveragerðiskirkju

Í kvöld verða sannkallaðir stórtónleikar í Hveragerðiskirkju en þá verður flutt djassverkið Sacred Concert eftir Duke Ellington.

Verkið er skrifað fyrir stórsveit, kór og einsöngvara. Duke Ellington samdi verkið á efri árum og ferðaðist víða um Bandaríkin og Evrópu með hljómsveit sína og fékk til liðs við sig kóra og söngvara til að flytja verkið. Oftast í kirkjum því textinn er trúarlegur. Verkið hljómaði því aldrei eins og eru í raun til nokkrar útgáfur af því.

Flytjendur á þessum tónleikum verða Stórsveit Suðurlands, stjórnandi Vignir Þór Stefánsson, Söngfjelagið, stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson og Kristjana Stefánsdóttir djasssöngkona.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00, aðgangseyrir kr. 2.500. Eldri borgarar og námsmenn borga kr. 2.000, frítt fyrir 12 ára og yngri.

Stjórnandi á tónleikunum verður Vignir Þór Stefánsson.

Menningarráð Suðurlands styrkir þessa tónleika.

Fyrri greinUndir áhrifum á ofsahraða
Næsta greinFjárhagslegur ávinningur af vinnuvernd