Stórtónleikar á Hvolsvelli í kvöld

Hápunktur Kjötsúpuhátíðarinnar á Hvolsvelli er í dag en fjölbreytt dagskrá verður allan daginn sem lýkur með balli í Hvolnum.

Klukkan 20 í kvöld verða stórtónleikar á hátíðarsvæðinu þar sem öllu verður tjaldað til. Fram koma söngdívur af svæðinu, þær Maríanna Másdóttir, Sæbjörg Eva og Valborg Ólafs og sérstakur gestur hátíðarinnar er enginn annar en Stefán Hilmarsson.

Hljómsveitin verður ekki af verri endanum með heimannninn Óskar Þormarsson trymbil fremstan í flokki. Með honum verða einnig Pétur Valgarðs á gítar, Jón Ingimundar á píanó og Sigurgeir Skafti á bassa.

Frítt er á tónleikana og á svæðinu matarvagnar og léttar veitingar og gleðin við völd.

Fyrri greinÆgismenn fóru illa með færin
Næsta greinEngin tilboð bárust í tvö verk á vegum Árborgar