Stórt pennasafn til sýnis á Selfossi

Bergsveinn Halldórsson á þetta pennasafn sem móðir hans Guðbjörg Bergsveinsdóttir byrjaði að safna fyrir um hálfri öld síðan.

Bergsveinn fékk safnið við andlát hennar og hefur lagt sinn helming til viðbótar við það sem hún hafði safnað. Og auðvitað hafa vinir og kunningjar lagt þeim lið.

Safnið í heild er mun stærra en það sem er til sýnis núna og inniheldur eingöngu penna sem eru merktir; fyrirtækjum, bæjarfélögum, starfsmannafélögum og því um líku.

Pennarnir eru nú til sýnis á Bókasafni Árborgar Selfossi og verða út febrúar.

Fyrri greinKristínarkaka (hnetulaus)
Næsta greinVegagerðin viðbúin að loka