Stórstjörnur bókmennta lesa á Selfossi

Stórstjörnur íslenskra bókmennta mæta á fimmta og síðasta upplestrarkvöldi Bókakaffisins á Selfossi á þessu ári.

Húsið er opið frá klukkan 20 en lestur hefst klukkan 20:30 og stendur í eina klukkustund. Á eftir gefst tækifæri til að spjalla við skáldin og fá hjá þeim áritaðar bækur.

Dagskrá fimmtudagskvöldið 17. desember er sem hér segir:

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir: Stúlka með höfuð.

Vilborg Dagbjartsdóttir: Ljóðasafn.

Sigurbjörg Sæmundsdóttir: Mjálm.

Matthías Johannessen (Ástráður Eysteinsson les): Við landamæri.

Kristian Guttesen: Eilífðir. Úrval ljóða.

Hallgrímur Helgason: Sjóveikur í München.

Guðmundur Andri Thorsson: Og svo tjöllum við okkur í rallið. Bókin um Thor.

Elín Gunnlaugsdóttir (meðhöfundur er Þórarinn Eldjárn): Björt í sumarhúsi.

Notaleg jólastemmning yfir kakóbolla, allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Fyrri greinTómas Hassing aftur heim í Hamar
Næsta greinRagnar Geir: Frelsi til að velja lítið – mun nýtnihyggja leysa húsnæðisvandann?