Stórskáld og landskjálftar í Bókakaffinu

Það má búast við jarðskjálftum, stórglæpum og guðlegri andagift í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi í kvöld þegar sex nýjar bækur verða kynntar á upplestrarkvöldi.

Þá mæta Jóna Guðbjörg Torfadóttir (ættuð úr Ölfusi) og Þorsteinn frá Hamri sem bæði kynna ljóðabækur. Hjörleifur Hjartarson kynnir einnig bók sem full er kveðskapar en einnig skemmtisagna og heitir Krosshólshlátur en síðasta kynning þeirrar bókar kom fram á jarðskjálftamælum hjá Ragnari Stefánssyni – sem mætir og kynnir minningabók sína. Ragnar Jónasson sakamálahöfundur kynnir nýja bók sína, Andköf. Síðast en ekki síst eru svo á ferð Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor sem ritað hefur um ástalíf miðaldamanna og Sjón sem ritað hefur um reykvískt ástalíf karlmanna, nokkru nær okkur í tíma.

Húsið verður opnað klukkan 20 og lestur hefst um klukkan 20:30.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Fyrri greinJólasveinar líta við í LÁ
Næsta greinGóðir gestir á Kirkjuhvoli