Steina Spil minnst með músík og myndum

Lokakvöld menningarmánaðarins október verður haldið í kvöld kl. 20:30 í Hvítahúsinu á Selfossi.

Kvöldið er haldið til heiðurs minningu Þorsteins Pálma Guðmundarsonar eða Steina Spil eins og hann var kallaður. Dagskrá kvöldsins hefst kl. 20:30 en húsið opnar kl. 20:00.

Fjölbreytt dagskrá verður í boði en auk skemmtilegra frásagna og myndasýninga munu m.a. Harmonikkufélag Selfoss, hljómsveit Steina Spil og fleiri troða upp. Dagkskránni lýkur á dansleik með danshljómsveitinni Klassík.

Frítt er á kvöldið og eru allir hvattir til að mæta og eiga notalega kvöldstund saman.

Fyrri greinÓmar og Sveitasynir syngja með karlakórnum
Næsta greinÓk ölvaður á kyrrstæðan bíl