Stefanía Svavars djassar í dag

Stefanía Svavarsdóttir.

Suðurlandsdjazzinn heldur áfram við Tryggvaskála á Selfossi alla laugardaga í sumar en í dag er það engin önnur en stórsöngkonan Stefanía Svavarsdóttir sem kemur fram.

Stefanía hefur um árabil þótt ein allra frambærilegasta söngkona okkar Íslendinga, þrátt fyrir ungan aldur. Hún mun sygja öll sín uppáhaldslög, djazz, blús og margt fleira.

Stefanía verður ekki ein á ferð því með henni verða heimamennirnir Vignir Þór Stefánsson á pianó og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa.

Menningarfélag Suðurlands og Tryggvaskáli bjóða alla velkomna á tónleikana sem hefjast kl. 15:00. Að venju er frítt á viðburðinn, sem er styrktur af SASS.

Fyrri greinKjötsúpuhátíðinni aflýst
Næsta greinÁrborg nálgast úrslitakeppnina – Stokkseyri tapaði