Stangveiðibók, indjánafræði og ungmennafélagssaga

Í kvöld mætir Selfyssingurinn Sölvi Björn Sigurðsson í Sunnlenska bókakaffið og kynnir stórvirki sitt um stangaveiðar á Íslandi sem er nýkomið út, liðlega 1000 blaðsíðna í stóru broti.

Sama kvöld mæta þau Jón Ívarsson sagnfræðingur, höfundur aldarsögu Ungmennafélags Biskupstungna og ennfremur Björk Bjarnadóttir þjóðfræðingur sem segir frá bók sinni The Seven teachings and more sem fjallar um menningu frumbyggja Kanada.

Húsið verður opnað klukkan 20. Upplestur frá klukkan 20:30-21:30. Spjall og samvera til klukkan 22.

Aðgangur ókeypis. Tilboð á kynningarbókum. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Fyrri greinHótel Rangá einn af bestu dvalarstöðum í heimi
Næsta greinKveikt á jólaljósunum í kvöld