Stærsti kvennakór landsins í Selfosskirkju

Stærsti kvennakór landsins, Léttsveit Reykjavíkur, sem telur 120 konur verður með tónleika í Selfosskirkju laugardaginn 30. apríl kl.14:00.

Dagskráin einkennist af léttleika og gleði þar sem sungin verða meðal annars lög eftir Spilverk þjóðanna, Sigurð Bjólu og David Bowie.

Stjórnandi kórsins er Gísli Magna sem einnig útsetur lög kórsins sem og Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari.

Aðgangur er ókeypis.

Fyrri greinSigríður og Gústaf valin íþróttamenn ársins
Næsta greinGnúpverjar Íslandsmeistarar í 3. deild