Spurningakeppni átthagafélaganna hefst í kvöld

Fyrri umferð 16-liða úrslita í Spurningakeppni átthagafélaganna fer fram í Breiðfirðingabúð í Reykjavík í kvöld, fimmtudagskvöld. Sunnlendingar eiga þrjú lið í keppninni.

Í kvöld keppa Skaftfellingar við Djúpmenn, Árnesingar við Önfirðinga og Stokkseyringar við Dýrfirðinga.

Í liði Skaftfellinga eru þeir Fjalar Hauksson frá Kirkjubæjarklaustri, Salómon Jónsson frá Ketilsstöðum í Mýrdal, og Þórhallur Axelsson frá Hornafirði.

Lið Árnesingafélagsins er skipað þeim Sigmundi Stefánssyni, Stefáni Þór Sigurjónssyni og Sigurði Eyþórssyni.

Lið Stokkseyrar skipa þeir Guðbrandur Stígur Ágústsson, Þórður Guðmundsson og Sveinn Valgeirsson.

Breiðfirðingabúð opnar klukkan 19:30 og keppnin hefst stundvíslega klukkan 20. Aðgangseyrir er 500 krónur og hægt verður að kaupa kaffi og gos.

Fyrri greinEkki forsendur fyrir áframhaldandi rekstri
Næsta greinHermann ráðinn aðstoðarþjálfari