Spjallað um list í Hveragerði

Sunnudaginn 28. júlí kl. 15 býður Listasafn Árnesinga upp á leiðsögn um sýninguna Tíminn í Landslaginu; Ásgrímur Jónsson og Arngunnur Ýr með sýningarstjóranum Jóni Proppé.

Hann mun ræða um sýninguna og listamennina sem nálagast viðfangsefni sitt á ólíkan hátt meðal annars vegna ólíkra tímaskeiða. Gestum gefst einnig tækifæri til þess að spyrja Jón og ræða við hann um sýninguna.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu safnsins www.listasafnarnesinga.is

Listasafn Árensinga er opið alla daga kl. 12 – 18 og er aðgangur ókeypis.

Fyrri greinUndirbúningur í fullum gangi
Næsta greinHitabylgja í Veiðivötnum