Spennandi tónleikadagskrá á Unglingalandsmótinu

Hr. Hnetusmjör er meðal þeirra sem skemmta á Unglingalandsmótinu. Ljósmynd/UMFÍ

Búið er að bóka nokkra af vinsælustu tónlistarmönnum landsins á Unglingalandsmótið á Selfossi um verslunarmannahelgina. Boðið verður upp á tónleika í tjaldi á tjaldsvæðinu öll kvöld frá fimmtudegi til sunnudags.

Þeir sem mæta á svæðið eru Birnir, Bríet, DJ Dóra Júlía, Friðrik Dór, Hr. Hnetusmjör, Jón Arnór og Baldur, Jón Jónsson, Sigga Ózk og Stuðlabandið.

Það er heilmikil upplifun fyrir alla fjölskylduna að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ. Þar keppa 11-18 ára í íþróttum á daginn og svo getur öll fjölskyldan farið á tónleika á tjaldsvæðinu á kvöldin.

Fyrri grein40 kærðir fyrir hraðakstur
Næsta greinViðhafnarbragur á hátíðinni í ár