Spenna, hlátur og fjör fyrir alla fjölskylduna

Ljósmynd/Aðsend

Pólski sirkuslistamaðurinn Filip Sulinski mun skemmta gestum í miðbæ Selfoss með stórkostlegri sýningu laugardaginn 26. júní á milli kl. 17 og 19.

Filip verður á rölti um miðbæinn með stuttum pásum á milli atriði og lofar hann spennu, hlátri og fjöri fyrir alla fjölskylduna. Hann mun meðal annars leika með eld, ganga yfir glerbrot, gera jafnvægisbrellur á einhjóli og ýmis önnur áhættutriði. Auk þess gerir hann blöðrudýr fyrir börnin.

Filip Sulinski er fjölhæfur og reynslumikill sirkuslistamaður sem hefur komið fram á stórum alþjóðlegum viðburðum, þar á meðal Formúlu 1 í Sádi Arabíu og HM í knattspyrnu í Katar 2022.

Þetta er skemmtun fyrir alla aldurshópa og frábær má búast við frábærri stemningu í miðbænum!

Viðburður á Facebook

Fyrri greinByggt við íþróttamiðstöðina á Laugarvatni
Næsta greinKláruðu deildarkeppnina með fullt hús stiga